Einu sinni var forseti sem átti þrjár konur…

Eftir umstangið í kringjum Nicolas Sarkozy og konurnar hans áttu Frakkar von á því þegar François Hollande vann forsetakosningarnar í maí 2012 að Dallas í Elysée-höll yrði aðeins ein þáttröð og ekki væri von á framhaldi. Í kosningabaráttunni 2007 hafði mikið verið talað um að Cecilu Sarkozy (önnur í röðinni af þremur konum hans) sem hafði flúið frá Nicolas umskeið hefði einungis komið til hans aftur meðan á forsetakosningunum stóð. Þetta reyndist á nokkrum rökum reist. Nokkrum mánuðum eftir að Nicolas Sarkozy var settur inn í embætti með mikilli viðhöfn sem franska pressan talaði um að minnti á þegar John F. Kennedy og fjösklylda settist að í Hvítahúsinu, stakk Cecila af með elskhuga sínum. Þeim sama og hún fór með í fyrra skiptið, Richard Attias sem er reyndar orðinn maður hennar í dag og búa þau í New York. Seinna las svo franska þjóðin um samband Nicolas Sarkozy og Cörlu Bruni fyrrum toppfyrirsætu og söngkonu aðeins örfáum mánuðum síðar og slúðurblöðin seldust sem aldrei fyrr. Þetta var í fyrsta skiptið í sögu Frakklands sem að forseti í embætti skildi.

Þegar François Hollande var í framboði til forseta 2012 sagðist hann ætla að vera ,,hinn venjulegi forseti“. Algjör anti-Sarkozy, ekkert bling-bling, engin hneyksli og ekki síst að endurvekja virðingu fyrir embættinu sem hafði heldur minnkað í tíð Sarkozys. Reyndin var þó heldur betur önnur.

Í raun hefði mátt sjá þetta fyrir ef litið er á hvernig samband Hollandes og fyrrum sambýliskonu hans og móðir fjöurra barna þeirra, Ségolène Royal endaði eftir áratuga sambúð. Hún var forsetaframjóðandi Sósíalistaflokksins 2007 gegn Sarkozy og tapaði. Eftir kosningarnar kom í ljós að François Hollande var búinn að halda framhjá henni um nokkurt skeið með Valérie Trierweiler. Hún var blaðamannur sem fylgdi Hollande á ferðum hans en á þessum tíma var hann formaður flokksins. Að kvöldi seinni umferðar þingkosninganna sem samkvæmt hefð fylgja forsetakosningunum var skilnaðurinn opinber.  

Eftir sigur Hollandes 2012 leit allt vel út í fyrstu. Maðurinn sem ekki vill giftast flutti í forsetahöllina með kærustunni sinni sem Bandaríkjamenn kölluðu ,,first girlfriend“ í stíl við þeirra ,,first lady“. En það var ekki lengi kátt í höllinni. Papparazzi ljósmyndarar náðu forsetanum á mynd á mótorhjóli og sögðu hann vera að koma frá hjákonunni og það næsta sem að slúðurblöðin birtu var mynd af forsetanum með leikkonunni Julie Gayet sem illar tungur segja að stærsta hlutverkið til þessa hafa verið að krækja í forsetann. Skemmst er frá því að segja að allt varð vilaust í Elysée-höll og óstaðfestar heimildir herma að ómetanlegt antíkleirtau og vasar hafi flogið í veggina og splundrast í þúsund mola þegar forsetakærastan sá blöðin. Hin franska ,,first girlfriend“ flutti úr forsetahöllinni í sumarhús forsetans um tíma áður en hún var hreinlega lögð inn á spítala.

Margt er að varast fyrir forseta og eitt af því er að hann skildi aldrei leggja lag sitt við blaðamann því konan var auðvitað ágætispenni og settist niður og skrifaði bók um sambandið og sambandsslitin. Valérie sagði frá ýmsu pínlegu í fari Hollandes og kallaði bókina ,,Merci pour ce moment“ sem gæt útlagst á íslensku Takk fyrir augnablikið. Trierweiler segir til dæmis að forsetinn kalli ákveðinn hluta almennings sem hvað minnst hefur milli handanna hina tannlausu sem lýsir auðvitað mikilli kaldhæðni í miðri efnhagslægð sem á sér fá fordæmi og þegar hinnir verst settu veigra sér einmitt við að eyða í tannviðgerðir svo eitt dæmi sé nefnt úr bókinni. Hún seldist auðvitað eins og heitar lummur og forsetakærastan fékk stóra ávísun í höfundarlaun en forsetinn tapaði nokkrum prósentustigum í vinsældum.

Þjóðin átti svo sannarlega ekki vona á sériu tvö í Dallas í Elysée en óhætt er að segja að hún slegið þeirri fyrstu við í það minnsta hvað varðar frumleika handritsins. Spurning hvort leikararnir hafi verið betri eða ekki.

 

Færðu inn athugasemd